Livraison offerte en France pour toute commande de 36 bouteilles et plus

Maison Wessman

Róbert og Ksenia Wessman, stofnendur og eigendur

Róbert Wessman, stofnandi og forstjóri Alvogen, keypti Château de Saint-Cernin í byrjun 21. aldar. Markmið hans með kaupunum er að hefja setrið aftur til vegs og virðingar og framleiða vín á heimsmælikvarða.

Viðskiptafélagi Róberts Wessman og meðeigandi, Ksenia Wessman, er afar vandlát í sínu á víni. Hún er meðstjórnandi fyrirtækisins og tekur þátt á öllum stigum vínræktunarinnar og gegnir þannig mikilvægu hlutverki hvað varðar gæði vínsins og umbúðir.

Róbert og Ksenia Wessman eru óhrædd við að leita að hinu óvænta. Þau eru nýjungargjörn en vilja um leið viðhalda hefðum og vernda sögu setursins. Með það að leiðarljósi framleiða þau einstök, frönsk hágæðavín.

Við hjá Maison Wessman vitum að til að ná sem bestum árangri þurfa ástríða og iðjusemi að fara saman sem og metnaðarfull vinna og vilji til að uppfylla ströngustu gæðakröfur. Þá er mikilvægt að heiðra arfleiðs en þora jafnframt að fara ótroðnar slóðir. Aðeins þannig verður niðurstaðan framúrskarandi.

Knúin áfram af ástríðu

Róbert Wessman hefur lengi haft brennandi áhuga á gæða vínum og víngerð. Hann leitaði í um fimmtán ár að heppilegum stað til að hefja víngerð og fyrir valinu varð Château de Saint-Cernin. Château de Saint-Cernin er kastali frá 12. öld í Bergerac héraði í Frakklandi. Þar hefur vínrækt verið stunduð öldum
saman á einstökum ræktarskikum.

Róbert Wessman heillaðist af sögu og vínmenningu Bergerac héraðsins og því varð Château de Saint-Cernin fyrir valinu. Hann lagði upp með skýra sýn og mikla trú á vaxtarmöguleikum Château de Saint-Cernin. Hann og meiðeigandi hans, Ksenia Wessman, bjuggu til metnaðarfulla viðskiptaáætlun og
ákváðu aðendurlífga og betrumbæta forna víngerðararfleifð setursins.

Þróun og vöxtur Château de Saint-Cernin heldur áfram á sama tíma og mikill metnaður er lagður í að framleiða vín á heimsmælikvarða frá sérvöldum frönskum landsvæðum, vínáhugamönnum til ánægju.

               Við fylgjum framtíðarsýn okkar og treystum á sama tíma á sérþekkingu þeirra færustu

 

Innsæi og dómgreind ráða för

Hjá Maison Wessman hefur reynslan sýnt okkur að merkilegustu afrekin eru unnin með því að leita hins óvænta og sjá möguleika í því ókomna

Hágæða árangur undir leiðsögn þeirra bestu

Við vitum líka að framtíðarsýn er bara byrjunin. Framúrskarandi árangur krefst ástríðu og að treyst sé á færni þeirra sem fremstir eru á sínu sviði. Þess vegna eru vínin okkar framleidd undir handleiðslu hins heimsfræga vínsérfræðings Michel Rolland og teymis af heimsins bestu vínþjónum.

Vín frá Perigord héraðinu

Rauðvín Maison Wessman koma frá nokkrum af bestu skikum Issigeac en litið hefur verið framhjá þessum skikum í langan tíma. Issigeac er í hjarta hins fræga Périgord héraðs. Vínrækt á þessu landsvæði og þá sérstaklega á hásléttu Issigeac nær aftur ein 2.000 ár. Vegna mikillar grisjunar í upphafi 20. aldar og lágmarks endurgróðursetningar er uppskeran þar lítil sem greinir Issigeac landsvæðið frá flest öllum öðrum aðliggjandi vínræktarsvæðum.
N ° 1 Saint-Cernin rauðvín
N ° 1 Saint-Cernin rauðvín
N ° 1 Saint-Cernin rauðvín er vín sem þú vilt kynna fyrir vinum þínum. Afar sérstakt og mjög vandað Périgord vín framleitt úr blöndu af Merlot og Cabernet Sauvignon. Það hrífur meira að segja veraldarvana vínsmakkara. N°1 Saint-Cernin, með sínu flókna, arómatíska bragði og fallega strúktur, er boðberi þess að metnaður okkar til að gera velhefur skilað árangri.
Petit Cernin rauðvín
Petit Cernin rauðvín
Hjá Maison Wessman þróuðum við Petit Cernin rauðvínið sem er einstaklega hrífandi, ungt og létt vín fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað nýtt og njóta dagsins. Í Petit Cernin rauðvínið notum við 60% af Merlot þrúgum og 40% af Cabernet Sauvignon þrúgum sem eru bróðurpartinn upprunnar frá ungu vínekrunum okkar í Périgord á hinu einstaka Issigeac landssvæði.
Previous slide
Next slide

Vín frá Limoux

Hvítvín Maison Wessman eru unnin með þrúgum frá Haute Vallée héraðinu og Océanique héraðinu í Limoux við fjallsrætur Pýreneafjalla í suðvestur Frakklandi. La Haute Vallée er í 400 til 450 metra hæð og er hæsta vínræktarsvæðið í Limoux. Það er þekkt um allan heim fyrir Chardonnay vín. Þessar aðstæður gera það að verkum að þrúgurnar þroskast hægt sem tryggir framúrskarandi ferskleika og gott geymsluþol. Océanique landsvæðið er í 200 til 300 metra hæð í vesturhluta héraðsins. Kalt, rakt og temprað loftslag og vínber sem þroskast seint gefa víninu fyllingu, mikið bragð og ferskleika.

N ° 1 Saint-Cernin hvítvín
N ° 1 Saint-Cernin hvítvín
N ° 1 Saint – Cernin AOP Limoux Blanc, einstakt hvítvín fyrir fólk sem gerir kröfur. Vínið eldist í franskri eik í níu mánuði. Þetta frábæra vín, N ° 1 Saint-Cernin er bragðgott og þétt og heillar jafnvel fróðustu vínáhugamenn um leið og það kemur þeim á óvart.
Petit Cernin hvítvín
Petit Cernin hvítvín
Maison Wessman þróaði Petit Cernin hvítvínið sem er ungt og ferskt vín fyrir þá vilja upplifa eitthvað nýtt og njóta dagsins. Petit Cernin hvítvínið er Chardonnay með ávaxtakeim, fullkomnu jafnvægi og yndislegum ilm. Einstaklega ferskt og ljúffengt
Previous slide
Next slide

Kampavín frá 100% Cru þorpum úr Champagne héraðinu

Kampavínið Wessman One varð til eftir náið samstarf Maison Wessman og kampavínshúss í Champagne héraðinu sem þekkt er fyrir afburðar framleiðslu. Þetta er AOP Brut Rose vín sem er 100% Grand Cru. Það er blandað á meistaralegan hátt úr 55% Pinot Noir þrúga og 45% af Chardonnay þrúgu. Pinot Noir þrúgan sem er notuð er frá Aÿ og er 100% Cru í Montagne de Reims svæðinu. Þrúgan gefur strúktur, fyllingu og áberandi ilm af rauðum ávöxtum. Chardonnay þrúgan kemur frá Oiry 100% Cru frá Côte des Blancs og gefur víninu léttan sítrus keim, steinefnarbragð og mikið geymsluþol. Landsvæðin tvö, sem hvort um sig einkennast af djúpum kalkkenndum jarðvegsgrunni og kalkkenndum yfirborðsjarðvegi, tryggja fullkomið rakastig sem býr til jafnvægi milli ferskleika og sætu í víninu.

Finndu okkur

Apotek Restaurant 
Austurstræti 16, 101 Reykjavík,
ISLAND

 

Kjarvalsbar
Austurstræti 10a, 101 Reykjavík,
ISLAND

3% de remise dès 400€ d'achat
5% de remise dès 800€ d'achat
8% de remise dès 1500€ d'achat

Panier

[custom-techno-mini-cart]